Fyrrum rit­stjóri DV veltir enn fyrir sér ó­leystri ráð­gátu: „Hver eru skila­boðin?“

11. ágúst 2020
10:25
Fréttir & pistlar

Ó­hætt er að segja að Kristjón Kormákur Guð­jóns­son, fyrr­verandi rit­stjóri DV, Hring­brautar og Frétta­blaðsins, sé enn gáttaður eftir dular­fullar bréfa­sendingar sem rit­stjórn DV barst þann 10. ágúst árið 2017.

Kristjón Kormákur fer yfir málið í Face­book færslu, sem hann nefnir ein­fald­lega: „UNDAR­LEG 3 ÁRA Ó­LEYST GÁTA.“ Þar birtir hann mynd af inni­halds­efni sendingarinnar, en þar má sjá myndir af leikaranum Pi­erce Brosnan, Donald Trump, Banda­ríkja­for­seta og Ash Ketchum, aðal­per­sónu Pókemon.

„Það var nokkuð undar­legt bréfið sem barst inn á rit­stjórnar­skrif­stofu DV þann 10. ágúst 2017. Á þeim árum sem ég starfaði sem rit­stjóri barst nokkur fjöldi af furðu­legum en skemmti­legum sendingum,“ skrifar Kristjón.

„Þessi gáta er ó­leyst nú þremur árum síðar en ekki er vitað hver sendandinn var. Við sem störfuðum á rit­stjórn DV á þessum tíma náðum að mig minnir aldrei að átta okkur á þessari:

Í brúnu um­slagi voru:

31 út­prent í afar góðum gæðum af leikaranum Pi­erce Brosnan
19 út­prent Ash og Pikachu
Og síðan voru 9 stykki af Donald Trump,“ skrifar Kristjón og spyr:

„Hver eru skila­boðin?“