Sjöfn heimili skrifar

Undanfarin misseri hefur fólk í auknum mæli endurfjármagnað húsnæðislánin sín

13. janúar 2020
12:38
Fréttir & pistlar

Undanfarin misseri hafa vextir lækkað og aðgengi að lánsfé fyrir húsnæði  orðið gagnsæjara og auðveldara en áður var. Sjöfn Þórðar heimsækir Lindu Lyngmo verkefnastjóra hjá Íslandsbanka og ræðir nánar um endurfjármögnum á húsnæðislánum, hvað það þýðir, þróunina og helstu ástæður þess að einstaklingar sækja um endurfjármögnun á húsnæðislánum sínum.  „Undanfarin ár hefur fólk í auknum mæli endurfjármagnað húsnæðislánin sín og hjá Íslandsbanka hefur hlutfallið undanfarin 2-3 ár verið um 50% af öllum lánveitingum,“ segir Linda og hvetur einstaklinga að verða meðvitaða og fylgjast vel með markaðinum.  Meira verður fjallað um endurfjármögnun húsnæðislána og kosti þess í þættinum í kvöld.

Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30 og aftur klukkan 22.30.