Um­sjónar­maður far­sótta­húsa segir Ís­lendingum að hætta að leita að söku­dólgum

2. ágúst 2020
20:34
Fréttir & pistlar

Gylfi Þór Þor­steins­son, um­sjónar­maður far­sótta­húsa á Ís­landi, hvetur Ís­lendinga til að sýna sam­kennd frekar en dóm­hörku í far­aldrinum. „Hættum að leita að söku­dólgum, það er engin sekur. Leitum frekar að lausnum,“ skrifar Gylfi á Face­book síðu sína í dag.

„Við erum ekki í seinni bylgju, við erum að takast á við Co­vid og við munum halda því á­fram í tölu­verðan tíma.“

Opnun landa­mæra ekki vanda­málið

Hann segir fjölgun smita síðustu daga ekki vera vegna opnun landa­mæra. „Það er ekki fólki að kenna sem er að leita eftir al­þjóð­legri vernd eða ferða­mönnum. Ég fæ það fólk í mín hús.“

Sé ferða­maður eða flótta­maður sýktur við landa­mæri er þeim skylt að sæta ein­angrun í far­sótta­húsi.

Ís­lendingar bera smit

„Engin flótta­maður hefur borið með sér smit, þeir ferða­menn sem hafa greinst á landa­mærum hafa ekki komist í sam­band við Ís­lendinga.“ Þá man Gylfi að­eins eftir einum ferða­manni sem hefur fengið nei­kvætt próf á landa­mærum sem reyndist seinna vera já­kvætt.

„Þeir sem hafa borið smit með sér milli landa­mæra eru Ís­lendingar, fólk sem vill komast heim. Við erum í bar­áttu, lík­lega stærsta stríði sem við höfum tekið þátt í síðan í Þorska­stríði. Við sigrum með því að standa saman.“