Tvö ár frá snjóflóðunum á Flateyri: „Lífið er svo sannarlega gjöf“

Tvö ár eru liðin í dag síðan að snjóflóð féllu á Flateyri. Anna Sigríður Sigurðardóttir sem á húsið sem varð verst úti í flóðinu segir í samtali við Fréttablaðið að þetta sé besti dagur lífs hennar og fjölskyldunnar.

Anna Sigríður var heima hjá sér á Flateyri ásamt börnum sínum þremur þegar snjóflóðið féll. Dóttir Önnu, hin fimmtán ára gamla Alma bjargaðist þökk sé dúnsæng sem hún hafði utan um sig þegar snjóflóðin féllu.

„Hún var að vinna á Flateyri í sumar og er alveg búin að fara alveg nokkrum sinnum þangað síðan. Þannig þetta situr ekkert í henni þannig,“ segir Anna Sigríður um Ölmu dóttur sína.

Í samtali við Fréttablaðið í dag, segist Anna Sigríður reyna líta á daginn sem gleðidag í stað þess að líða illa yfir því sem gerðist. Hún einblíni á að gleðjast yfir því hversu vel fór.

„Það er sko margt að þakka fyrir og lífið er svo sannarlega gjöf.“

Frétt Fréttablaðsins í heild sinni.