Tvö al­var­leg meiðsli á Landsmóti UMFÍ -Leikur blásinn af - Ráð­herra meðal þeirra slösuðu

Tveir liðs­fé­lagar úr sitt­hvoru liðinu meiddust í keppni í göngu­fót­bolta á Lands­móti UMFÍ 50+ sem fram fór í Borgar­nesi í dag og varð að blása leikinn af vegna þessa. Þetta kemur fram í til­kynningu frá UMFÍ.

„Að­eins voru nokkrar mínútur liðnar af geysi­lega spennandi leik þegar Guð­laugur Þór Þórðar­son, Borg­nesingur og um­hverfis­ráð­herra,- orku- og lofts­lags­ráð­herra, tognaði á fæti að talið er í kjöl­far hæl­spyrnu. Hann þurfti að hverfa af velli til að kæla meiðslin og hætti leik. Skömmu eftir að blásið var til seinni hálf­leiks féll and­stæðingur hans niður. Talið er að hann hafi slitið hásin. Hann var borinn af velli. Ekkert er vitað um líðan þeirra,“ segir í til­kynningunni.

Reglur í göngu­fót­bolta eru ekki flóknar en eins og nafnið gefur til kynna er að­eins leyfi­legt að ganga með boltann.

Að öðru leyti fór Lands­mót UMFÍ 50+ vel fram og stór­slysa­laust í Borgar­nesi um helgina, sam­kvæmt til­kynningunni.

Keppt var í fjölda greina og voru sumar þeirra opnar fyrir yngri kepp­endur. Keppni hófst klukkan 8 í morgun á Hamar­svelli. Síðan héldu leikar á­fram með körfu­bolta 3:3, göngu­fót­bolta og að lokum stíg­vélakasti, sem er geysi­vin­sæl og á­vallt síðasta grein mótsins. Fjöldi þátt­tak­enda kepptist þar um að kasta stíg­véli sem lengst.

Að stíg­vélakasti loknu sleit Gunnar Þór Gests­son, vara­for­maður UMFÍ, mótinu og sagðist hlakka til að sjá móts­gesti á næsta móti sem verður á Stykkis­hólmi að ári.

Ljósmynd/UMFÍ