Tvennt sem ekki má gleyma að hreinsa inná baðherberginu

Mikivægt er að halda baðherberginu hreinu og snyrtilegu til að forðast sveppi, mylgu og ýmsar bakteríur og ekki síst til hafa góðan ilm.

Það er í raun nauðsynlegt að þrífa baðherbergið vel vikulega og hef umgengin er góð dags daglega þarf ekki að vera tímafrekt að þrífa það vikulega. Það er eitt sem margir gleyma að þrífa vikulega en er lykilatriði að þrífa.

Það er annars vegar niðurfallið, hvort sem það er í sturtuklefanum eða baðkarinu. Hins vegar er það sturtuhausinn. Niðurfallið þarf að hreinsa vel og ná hári, það er gott að notast við oddhvasan hlut til að ná löngum hárdræsum upp. Gætið þess samt að missa ekki hlutinn í niðurfallið. Með því að hreinsa niðurfallið reglulega er komið í veg fyrir að það stíflist og vonda lykt. Úðarinn á handsturtum og í sturtuhausum eiga það til að stíflast af kísil. Ef það gerist er gott að skrúfa hausinn af og leggja í óblandað edik eða volgt vatn með matarsóda í 15 til 30 mínútur. Hann er síðan skolaður með köldu vatni og burstaður, síðan skrúfaður fastur á sama stað.

M&H Baðherbergi_Berglind Berndsen 1.jpg

Glæsilegt baðherbergi eftir hönnun Berglindar Berndsen innanhússarkitekt. Mikilvægt er að þrífa baðherbergið vel og vandlega með reglubundnum hætti til að tryggja hreinlæti og gæði þess./Ljósmyndir aðsendar.