Tugþúsunda belti Antons í dómsal vekur athygli

Anton Kristinn Þórarins­son gekk inn í dómsal héraðsdóms í dag klæddur í eitursvala rauða skyrtu og klæðskerasniðin jakkaföt með sólgleraugu sem venjulegur verkamaður á ekki efni á. Það var þó Louis Vuitton beltið sem hann bar sem vakti mesta athygli. Beltið kostar um 75 þúsund krónur á vefsíðu lúxusmerkisins. Beltissylgjan stafar LV fyrir Louis Vuitton. Anton sagði við skýrslu­töku í héraðs­dómi í Rauða­gerðis­málinu að hann hefði reynt að tala Angjeli af því að myrða Armando Beqirai hefði hann vitað nokkuð um á­form hans.

Love Island parið Tommy Fury og Molly-Mae úti að ganga. Tommy með svipað belti og Anton.