Trúnó bleiki freyðivínsbarinn sló í gegn á fyrsta degi

Á dögunum opnaði freyðivínsbarinn Trúnó með pomp og prakt og sló algjörlega í gegn á fyrsta degi. Trúnó freyðivínsbar er klárlega kærkomin viðbót sem eykur flóruna í matar- og veitingahúsamenningu borgarinnar. Trúnó er staðsettur á Hlemmi Mathöll við hliðina á Fjárhúsinu og má með sanni segja að hann lífgi uppá matar- og drykkjaflóruna sem þar er í boði.

M&H Kampavínshornið Herborg Sva.jpg

Herborg Svana Hjelm og Birgir R. Reynisson eru eigendur Trúnó og hér má sjá litríka, hlýja og rómantíska hornið á Trúnó þar sem útlitið minnir á breskar hefðir./Fréttablaðið Sigtryggur Ari.

Innblástur við ána Thames

Herborg Svana Hjelm framkvæmdastjóri og Birgir R. Reynisson matreiðslumeistari eru eigendur staðarins og aðspurð segjast þau hafa gengið með þessa hugmynd í maganum í nokkrun tíma um að opna þennan frumlega og skemmtilega stað. Herborg hefur átt þennan draum lengi. „Ég sat í London við ána Thames og var að drekka freyðivín og hugsaði afhverju það væri ekki til svona hlýr og notalegur staður hérna heima, þar sem hægt væri að drekka freyðivín og njóta.“ Herborgu fannst vanta stað þar sem áherslan væri fyrst og fremst á freyðivín, þar sem væri bæði fjölbreytni í tegundum og verði og auðvelt væri að skreppa og njóta í góðra vinkvenna eða vinahópi. „Við erum að bjóða freyðivín á krana á 990,- krónur glasið og svo erum við líka með dýrara freyðivín og kampavín.“ Fólk hefur því valið og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Eitt freyðivínsglas og fara á Trúnó

Hvað dreif ykkur áfram að opna nýja stað í miðjum heimsfaraldri ? „Með hækkandi sól og freyðivín í hjarta fannst okkur alveg tilvalið að opna barinn og gleðjast. Þessi heimfaraldur fer nú senn vonandi að ganga yfir og þá er fátt skemmtilegra en að setjast niður í góðra vina hópi og fá sér freyðivín, en við bjóðum einnig uppá fjölbreytt úrval af freyðivíns kokteilum,“ segir Herborg og segir að viðtökurnar hafa verið alveg frábærar frá fyrsta degi.

M&H SjávarréttasúpanKampavínshornið Herborg S#2 (1).jpg

Hin rómaða freyðandi sjávarréttasúpa sem gleður auga og bragðlauka.

Blinis með silung og kavíar

Það er líka hægt að panta létta rétti með freyðivíninu. „Við bjóðum uppá freyðivín á Krana og létta rétti, sem henta vel ef vinir/vinkonur vilja hittast og fá sér eitt freyðivínsglas og fara á Trúnó, má þar nefna að við bjóðum uppá sjávarréttasúpu og blinis með silung og kavíar.“

M&H Trúnó kampavín.jpg

Útlitið sótt í breskt hefðarþema

Staðurinn Trúnó er skemmtilegar hannaður og veggfóðrið vekur sérstaklega athygli gesta fyrir sínu fáguðu áferð og fallegu myndir af fuglunum. „Mig langaði að hafa staðinn bleikan og litríkan, hlýlegan og pínu í anda breska hefðarfólksins.“

Það má með sanni segja að vel hafi tekist til og rómantísk stemning svífi yfir Trúnó með bleika litnum í forgrunni.