Trausti: Fljótari til Bolungarvík frá Reykjavík en frá flugvellinum upp í Árbæ

Trausti Salvar Kristjáns­son, Bol­víkingur og fyrrverandi blaðamaður, ritaði færslu á Face­book í gær þar sem hann agnúaðist út í þá þungu um­ferð sem myndast oft á stofn­brautum Reykja­víkur. Hann fékk al­deilis að kenna á henni í vikunni.

Færsla Trausta hefst svona: „Jæja. Það tók mig heilar 55 mínútur að keyra frá Reykja­víkur­flug­velli upp í Net­hyl, (Ár­bær) sem er nokkuð bein og greið leið um Miklu­braut og Ár­túns­brekku, alls 7,8 kíló­metrar, sem Já.is segir að taki 8 mínútur,“ segir Trausti.

Það var þó ekki það sem fór mest í taugarnar á Trausta: „Á meðan fór far­þeginn sem ég keyrði í flug, til Ísa­fjarðar og keyrði til Bolungar­víkur, á alls 54 mínútum og var því á undan mér á sinn á­fanga­stað, sem er þó rúm­lega 400 kíló­metra lengri leið. Dá­sam­leg þessi borg alveg hreint...“ segir Trausti kald­hæðnis­lega. Honum var ber­sýni­lega ekki skemmt.

Vinir Trausta kenna ekki beint í brjóst um hann og gera grín að honum undir færslunni. Þar segir blaða­konan Ragna Gests­dóttir: „Hrika­lega keyrir þú hægt……“

Þá segir Grímur Atla­son, fram­kvæmdar­stjóri Geð­hjálpar: „Munaði mjóu að hann færi vestur, hring­sólaði þar í 40 mín, flygi aftur suður, tæki bíla­leigu­bíl, færi Strandirnar, Hesta­k­leifina og Mjóa­fjörðinn inn og út: 11 til 12 tíma ferða­lag - those were the days!“

Þá gerir einn grín að Degi B. Eggerts­syni, borgar­stjóra, og á­formum hans um Borgar­línu: „Á­fram Dagur og Bíl­lausi líf­stíllinn Svo reddar Borgar­línan öllu.“