Tommi á Búllunni vill rót­tækar breytingar: „For­sætis­ráð­herra ætti að vera hinn eini og sanni for­seti landsins“

„Í allri sinni ein­feldni ætti að leggja niður þetta em­bætti í þessari mynd því það er í raun alveg til­gangs­laust,“ segir Tómas A. Tómas­son, betur þekktur sem Tommi á Búllunni, í pistli á vef Ei­ríks Jóns­sonar.

Tommi skrifar þar um hin ýmsu mál­efni sem eru honum hug­leikin og nú veltir hann fyrir sér hlut­verki for­seta Ís­lands, en eins og kunnugt er var Guðni Th. Jóhannes­son settur í em­bætti for­seta um helgina eftir stór­sigur í kosningunum í júní­mánuði.

Tómas kveðst vera þeirrar skoðunar að þegar Guðni var kjörinn for­seti árið 2016 með 39% at­kvæða hefði átt að kjósa aftur milli tveggja efstu fram­bjóð­enda. Telur hann að Halla Tómas­dóttir hefði átt góða mögu­leika á kjöri ef seinni um­ferð kosninganna hefði farið fram.

En helst af öllu telur Tommi réttast að leggja em­bættið niður.

„For­sætis­ráð­herra ætti að vera hinn eini og sanni for­seti landsins og gegna þessu hlut­verki. Flytja á Bessa­staði o.s.frv. Út um allan heim eru æðstráðandi full­trúar síns lands svo af­hverju ætti okkar æðstráðandi ekki geta gert það líka,“ spyr Tómas sem segir ó­þægi­legt fyrir for­sætis­ráð­herra og ríkis­stjórn að þurfa að taka til­lit til og vera „í mömmu­leik“ við valda­lausan for­seta sem getur sagt hvað sem er úti í heimi og alls­staðar. „Svo ég tali nú ekki um allar fálka­orðurnar sem hann dreifir ó­tíma­bært,“ segir hann.

Tommi stingur upp á því að for­seti Hæsta­réttar geti gefið sigur­vegara þing­kosninga tæki­færi til að mynda stjórn. „Og ef svo kæmi til þess að Al­þingi semdi lög sem þættu um­deilan­leg má alltaf kalla eftir þjóðar­at­kvæða­g­eiðslu ef málið er svo brýnt. Aftur undir hand­leiðslu for­seta Hæsta­réttar. En þetta er nú bara mín skoðun,“ segir Tommi að lokum.

Pistilinn má lesa í heild sinni hér.