Tomasz vill koma á framfæri þakklæti

22. janúar 2021
12:56
Fréttir & pistlar

Tomasz Majewski og fjölskylda hans vilja koma á framfæri kæru þakklæti til þeirra vegfarenda sem voru fyrstir á́ vettvang í́ Skötufirði síðastliðinn laugardag og til allra viðbragðsaðila sem kallaðir voru til auk starfsfólks Landspítalans.

Sem kunnugt er létust eiginkona hans, Kamila Majewska og sonur þeirra, Mikolaj Majewski, en hann var á öðru aldursári.

Í tilkynningu sem lögreglan á Vestfjörðum birti á Facebook-síðu sinni kemur fram að lögregla hafi verið beðin um að koma kveðjunni á framfæri. Þá þakka þau sömuleiðis fyrir þann mikla samhug sem þau hafa fundið undanfarna daga við fráfall Kamilu og Mikolaj.

Lögreglan var beðin um að koma eftirfarandi kveðju á framfæri við þá vegfarendur sem komu fyrstir á vettvang, sem og...

Posted by Lögreglan á Vestfjörðum on Föstudagur, 22. janúar 2021