Tómas svarar al­var­legum á­sökunum Önnu: „Stað­­reyndum er snúið á hvolf“

Anna Dóra Sæþórs­dóttir, for­seti Ferða­fé­lags Ís­lands, ætlar að segja af sér for­menns­kunni. Hún greindi frá þessu í dag og sagði á­stæðuna vera að í fé­laginu ráði stjórnar­hættir ríkjum sem fari þvert gegn hennar eigin gildum. Hún telur að stjórn fé­lagsins hafi ekki brugðist vel við málum er varða meðal annars brot á siða­reglum fé­lagsins, á­sakanir um á­reitni og gróft kyn­ferðis­legt of­beldi.

Anna tók við sem for­maður í fyrra fyrst kvenna en hún segir að eftir kjör hennar hafi hún tekið eftir ýmsum málum hefði verið stungið undir stól hvort sem það voru á­sakanir um kyn­ferðis­legt of­beldi og á­reiti eða at­huga­semdir um rekstur fé­lagsins.

Á þeim tíma sem Anna tók við sem for­maður sat Helgi Jóhannes­son, fyrr­verandi yfir­lög­fræðingur Lands­virkjunar, í stjórn fé­lagsins. Önnu hafi borist á­bending um kyn­ferðis­legt of­beldi sem hann hafði gerst upp­vís um og olli því að hann lauk störfum hjá Lands­virkjun.

Þá sakar Tómas Guð­bjarts­son skurð­lækni og stjórnar­mann í ferða­fé­laginu um að hafa barist fyrir endur­skipun Helga.

„Einn af þessum stjórnar­mönnum, sem er góð­vinur þessa fyrr­verandi stjórnar­manns, hefur beitt sér af hörku fyrir því að stjórnar­maðurinn fyrr­verandi fái aftur að starfa fyrir hönd fé­lagsins, þrátt fyrir að engin mál­efna­leg eða við­skipta­leg rök séu fyrir því. Sá sem sagði af sér hefur enga sér­hæfða þekkingu til starfa innan fé­lagsins, sem fjöldi annarra getur ekki innt jafn­vel af hendi,“ segir í færslu Önnu en sam­kvæmt Visi er hún þar að ræða um Tómas Guð­bjarts­son.

„Á­vinningur af slíkri ráð­stöfun væri því enginn fyrir Ferða­fé­lagið en myndi hins vegar valda fé­laginu orð­spors­á­hættu og mögu­lega aftra fólki frá þátt­töku í ferðum fé­lagsins, auk hættunnar á því að fyrri hegðun myndi endur­taka sig og aðrar konur yrðu fyrir á­reitni. Helstu rökin sem notuð voru til að rétt­læta endur­komu um­rædds fyrr­verandi stjórnar­manns voru að hann væri „vinur okkar“ og að „við skulduðum honum“.

Tómas hefur nú svarað Önnu.

„Að gefnu til­­efni þarf ég að leið­rétta al­var­­legar á­sakanir í minn garð sem tengjast af­­sögn fyrr­verandi for­­seta Ferða­­fé­lags Ís­lands, Önnu Dóru Sæþórs­dóttur. Ég hef aldrei lagt til að fyrrum stjórnar­­maður tæki aftur sæti í stjórn fé­lagsins, eða krafist þess að hann komi aftur til starfa fyrir fé­lagið. Hann hefur heldur ekki krafist þess og var nýr stjórnar­­maður kosinn í hans stað á síðasta aðal­­fundi fé­lagsins,“ skrifar Tómas.

„Sami aðili hafði hins vegar sent stjórn fé­lagsins erindi sl. vor þar sem hann óskaði eftir að fá að út­­skýra sína hlið á skyndi­­­legu brott­hvarfi úr stjórn í nóvember 2021. Taldi ég á stjórnar­fundi rétt að erindið fengi for­m­­lega um­­fjöllun stjórnar, sem for­­seti taldi ekki á­­stæðu til, en mér falið að koma á ó­­­for­m­­legum fundi sem for­­seti hugðist ekki sækja. Við­skilnaður for­­seta við stjórn og fram­­kvæmda­­stjóra Ferða­­fé­lags Ís­lands er sorg­­legt mál, ekki síst fyrir Ferða­­fé­lag Ís­lands, þar sem stað­­reyndum er snúið á hvolf og um­­ræðan færð frá þeim al­var­­lega sam­­skipta­vanda sem litað hefur starf stjórnar sl. ár,“ skrifar Tómas að lokum.