Tómas hjólar í Jón Steinar: „Ó­trú­legt að þarna haldi á penna fyrr­verandi hæsta­réttar­dómari“

„Jón Steinar Gunn­laugs­son sendir mér og fleiri kollegum mínum á Land­spítala súra pillu á heima­síðu sinni í pistli sem hann kallar Frelsi í stað vald­beitingar,“ skrifar læknirinn Tómas Guð­bjarts­son á Face­book síðu sinni.

„Þar segir: "Látum ekki ein­­sýna lækna villa okkur sýn. Kannski eru þeir bara að búa til stöðu sem þeir telja að þrýsti á um hærri fram­lög úr ríkis­­sjóði (les: frá skatt­­greið­endum) til Land­­spítalans?" Þessi orð hans eru bæði ó­rök­studd og lág­kúru­leg - og ó­trú­legt að þarna haldi á penna fyrr­verandi hæsta­réttar­dómari.“

Tómas segir það rétt að honum hefur ekki hugnast að af­létta sótt­varnar­tak­mörkunum hratt eða í einum rykk.

„Þar skiptir fleira máli en fjöldi Co­vid-inn­lagna, t.d. að starfs­fólk sýkist ekki í veldis­vexti þannig að starf­semi sjúkra­hússins lamist á nokkrum dögum. Við sjáum vel á Evrópu­mótinu í hand­bolta hversu smitandi omicron er, en með slíka sýkingu mætir enginn til vinnu á sjúkra­húsi,“ skrifar Tómas.

„Ný gögn sýna þó sannar­lega að Land­spítalinn er að komast fyrir vind í þessari síðustu bylgju - og á­lagið á deildum, og þá sér­stak­lega gjör­gæslunum, skánar dag frá degi. Ekki má þó gleymast að enn greinast hátt í 50 ein­staklingar á dag með delta-af­brigðið - og margir - m.a. fjöl­skyldu­með­limir mínir og vinir - eru tals­vert veikir af omicron - þótt ekki hafi þeir þurft inn­lögn eða gjör­gæslu,“ bætir hann við.

Tómast segir að enn eru á gjör­gæslu­deildum lífs­hættu­lega veikir Co­vid-sjúk­lingar og stór hluti helgar­vaktarinnar farið í að sinna þeim.

„Af­léttingar sótt­varna eru því sem betur fer í kortunum - en þær verður að taka í skyn­sömum og ó­pólitískum skrefum. Ég er nefni­lega hjartan­lega ó­sam­mála hæsta­réttar­dómaranum fyrr­verandi að sótt­varnir gegn Co­vid séu "móður­sýki" og "sósíal­ismi". Þar hef ég ekki síst í huga heilsu þeirra fjöl­mörgu ó­næmis­bældu ein­stak­linga sem búa í okkar á­gæta sam­fé­lagi - og eiga undir högg að sækja - en jafn­vel omicron getur gert þeim al­var­lega skrá­veifu.“

Tómas segir að ýta þeim til hliðar og leggja í lífs­hættu er al­gjör­lega ó­á­sættan­legt.

„Að halda síðan fram að mér eða kollegum mínum gangi eitt­hvað annað til en gæta hags­muna sjúk­linga okkar og sam­fé­lagsins alls - er víta­skot sem ratar beint upp í stúku,“ skrifar Tómast að lokum.