Tómas: Er­lendis fá hjúkrunar­fræðingar ríf­lega bónusa – Hér eru laun þeirra skert

Tómas Guð­bjarts­son læknir tekur upp hanskann fyrir hjúkrunar­fræðinga og segir að þeir séu tví­mæla­laust hetjurnar í Co­vid-19 far­aldrinum sem nú geisar. Hann bendir á að þeir séu í mestri snertingu við sjúk­lingana og þá sé hann ekki að gera lítið úr hlut­verki annarra.

Eins og greint var frá í gær máttu hjúkrunar­fræðingar þola tekju­skerðingu nú um mánaða­mótin. Einn þessara hjúkrunar­fræðinga, Sól­ey Hall­dórs­dóttir, skrifaði færslu á Face­book sem vakið hefur mikla at­hygli en í hennar til­felli lækkuðu launin um 41 þúsund krónur. Sól­ey vinnur á gjör­gæslu­deild Land­spítalans í Foss­vogi þar sem mikið álag hefur verið vegna Co­vid-19.

Tómas segir að hetjurnar okkar, hjúkrunar­fræðingarnir, séu aftur samnings­lausir eftir árs samninga­við­ræður.

„Til að bæta gráu ofan á svart voru laun þeirra skert rétt áður en Co­vid-far­aldurinn skall á - og það til að ná auknum sparnaði á LSH. Þetta gerist á vakt VG sem reifir sögðust ætla að styðja sér­stak­lega við kvenna­stéttir í þessari ríkis­stjórn. Það er eitt­hvað mikið rangt við þetta allt saman - ekki síst núna þegar þessi há­menntaða stétt - sem bók­staf­lega hættir lífi sinu til að bjarga öðrum - skuli endur­tekið fá svona kaldar tuskur í and­litið,“ segir Tómas sem bætir við að Co­vid-19 far­aldurinn muni ekki vinnast án að­komu hjúkrunar­fræðinga.

„Er­lendis er verið að borga sömu hjúkrunar­fræðingum ríf­lega bónusa - enda verður þessi far­aldur ekki unninn án þeirra. Koma svo - og ekki segja mér að ó­mögu­legt sé að semja vegna launa­skriðs á al­mennum vinnu­markaði. Það er gömul lumma og þreytt. Allir sjá núna - og hefðu betur séð fyrr - hversu mikil­vægt hlut­verk þeirra er. Sam­fé­lög fun­gera ekki án heil­brigðis­kerfis og þar eru hjúkrunar­fræðingar risa­stórt og ó­missandi tann­hjól,“ segir Tómas í færslu á Face­book.