Tómas er reiður: „Hvílíkur rolu­háttur“

„Það er enginn sem sér­stak­lega óskar eftir því að annast sýkta Co­vid-19 sjúk­linga, sjúk­dóm sem þú getur fengið sjálfur og verið ban­vænn,“ segir Tómas Guð­bjarts­son læknir í pistli á Face­book-síðu sinni.

Í pistlinum segir hann að ýmis líkindi séu með slysinu í Tsjern­obyl árið 1986 og Co­vid-19 far­aldrinum sem nú geisar, enda sé ó­vinurinn ó­sýni­legur í báðum til­vikum.

„Í Tsjern­obyl var fjöldi manna sendur inn í brennandi kjarn­orku­verið til að sprauta á rústirnar vatni og minnka þannig geislunina. Þeir fengu nafnið "Cher­n­obyl liqu­idizers" og létust margir þeirra úr geislun og af­leiðingum hennar. Síðar voru þessir ein­staklingar gerðir að þjóð­hetjum og fjöl­skyldur þeirra fengu bætur - enda talið að að­gerðirnar hafi bjargað ó­teljandi manns­lífum um gjör­valla Evrópu.“

Tómas bendir á að fáir bein­línis óski eftir því að annast Co­vid-19 sjúk­linga en er heil­brigðis­starfs­fólk í mikilli hættu á að fá sjúk­dóminn. Bendir Tómas á að á Ítalíu séu 9% smitaðra heil­brigðis­starfs­menn.

„En þetta gerum við samt - enda engir aðrir betur til þess fallnir og starfið hug­sjón. Þetta á ekki síst við um stærsta hópinn, hjúkrunar­fræðingana, sem eru öðrum fremur "slökkvi­liðs­menn" (liqu­idizer) Co­vid-19 far­aldursins. Það er með ó­líkindum að stjórn­völd ætli að láta það við­gangast að skerða laun þeirra í þessu á­standi. Og það í miðju slökkvi­starfi - þegar eldurinn hefur ekki einu sinni náð há­marki,“ segir Tómas sem vandar yfir­völdum ekki kveðjurnar.

„Hvílíkur rolu­háttur sem truflar allt hugsandi fólk. Best væri að semja strax en þangað til verður að af­létta þessum ó­skiljan­lega og hall­æris­lega sparnaði - og í staðinn borga þeim og öðrum í fram­línunni launa­bætur fyrir á­lagið. Þær/þeir eiga skilið virðingu og alls ekki sjálf­gefið að fórna eigin heilsu fyrir hug­sjónina eina saman.“