Tómas birtir magnaða mynd: Eins og geim­farar á leið til tunglsins

„Helgin hefur verið afar anna­söm á gjör­gæslu­deildum Land­spítala. Í kvöld náði ég þessu skemmti­lega skoti á milli stríða - í gegnum öryggis­rúðu á gjör­gæslu­deildinni við Hring­braut.“

Þetta sagði Tómas Guð­bjarts­son læknir á Face­book-síðu sinni í gær­kvöldi. Þar birti hann mynda af fjórum hjúkrunar­fræðingum á Co­vid-stofunni sem minntu einna helst á geim­fara á leið til tungslins. Myndina má sjá í færslu Tómasar hér að neðan og út­skýrir hann myndina í nokkrum orðum.

„Vír­netið í öryggis­rúðunni tengir mig hins vegar við rimla í fangelsi - enda taka hjúkrunar­fræðingarnir okkar 3-4 klst. tarnir þarna inni, tvisvar á vakt, án þess að nærast eða komast á klósett. Það er ein­fald­lega gert til að minnka smit­hættu og þurfa ekki að skipta um hlífðar­föt að ó­þörfu. Það vantar samt ekki gleðina og þær gerðu alls kyns kúnstir fyrir mig og mynda­vélina sem ekki þolir birtingu. Mér finnst ég ná að fanga stemmninguna í öllu ann­ríkinu en það var vinur minn RAX sem á heiðurinn að mynd­vinnslunni, þ.e. gera "rimlana" skýrari. Því eins og þið sjáið þurfa þessar stór­glæsi­legu konur enga fótó­sjoppun!“

Innilokaðir geimfarar á gjörgæslu. Helgin hefur verið afar annasöm á gjörgæsludeildum Landspítala. Í kvöld náði ég þessu...

Posted by Tomas Gudbjartsson on Sunnudagur, 5. apríl 2020