„Tölum saman, vinnum saman, leysum þetta saman“

Víðir Reynis­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá Al­manna­varna­deild ríkis­lög­reglu­stjóra, segir mikil­vægt að lands­menn vandi sig þegar kemur að bar­áttunni við far­aldurinn en hann í­trekaði að per­sónu­bundnar sótt­varnir skiptu öllu máli þegar kemur að for­vörnum gegn veirunni.

Alls eru 114 nú í ein­angrun með virkt kóróna­veiru­smit en tvö innan­lands­smit greindust í gær auk tveggja við landa­mærin. Þá var greint frá því fyrr í dag að ein­stak­lingur á tví­tugs­aldri hafi verið lagður inn á spítala og eru því þrír inni­liggjandi á spítala, þar af einn á gjör­gæslu.

„Því miður þá er unga fólkið að veikjast og það getur líka veikst illa þannig að við þurfum að vanda okkur og fara var­lega aftur,“ sagði Víðir á upp­lýsinga­fundi dagsins.

Hann segir mikil­vægt að þeir sem finna fyrir ein­kennum eða eru veikir séu í ein­angrun og tali við sína heilsu­gæslu­stöð upp á leið­beiningar um sýna­töku. Þá sé mikil­vægt að fólk sé á­fram í ein­angrun meðan það bíður eftir niður­stöðu.

„Við erum að læra á þetta kerfi, við töluðum um ýmis­legt sem fór ekki nógu vel um síðustu helgi, við erum að læra, menn gera mis­tök og það mikil­vægasta sem er að menn læra af þeim og gerir betur,“ sagði Víðir.

„Tölum saman, vinnum saman, leysum þetta saman og þá eru okkur allir vegir færir.“