Tökum til í fortíðinni

Náttfari telur ráð að henda út fleiri skuldbindingum Alþingis en dellunni um ESB. Þetta með að leyfa bjórinn var aldrei til góðs. Út með það. Og þetta með að leyfa litasjónvarpið. Burt með það. Inngönguna í Nató. Já, hökum við það sem löngu glatað.


Þessir nýjustu og bestu fjörkippir í íslenskri pólitík færa hana á nýtt og skapandi plan; breytum alltri fortíðinni, lets go back to the future; nefnilega; fyrst framvæmdavaldið sem öllu ræður getur tekið alla fortíðina úr sambandi, hrundið á haf út öllum asnalegustu lagasetningunum, tjah ... þá er tími til að lifa í þessu landi.


Persónulega þætti Náttfara vænst um að afnema sambandslögin, sem voru jú bara ályktun - og örugglega einhverjir efins í salnum; já, vera aftur partur af konungsríki undir krúnu pg prjáli og staf. Þetta lýðræði hefur hvort eð er aldrei virkað ...