Jón tók á móti 600 börnum og átti sjálfur 30 börn með sex konum

Á 19. öldinni var al­gengt að karl­menn væru ljós­feður sem kallað var. Þeirra á meðal var Jónas Jóns­son, bóndi í Hróars­dal í Hegra­nesi, sem tók á móti 600 börnum á síðari hluta 19. aldar og var sagður „yfir­setu­maður með af­brigðum“. Sjálfur átti hann 30 börn með sex konum!

Þetta er meðal þess sem fram kemur í ný­út­kominni bók dr. Erlu Dóris Hall­dórs­dóttur, hjúkrunar­fræðings og sagn­fræðings: Þeir vöktu yfir ljósinu – Saga karla í ljós­móður­störfum.

Dr. Erla Dóris verður gestur í þætti Björns Jóns Braga­sonar í kvöld, Sögu & sam­fé­lagi á Hring­braut. Þar mun Erla Dóris meðal annars svara þeirri spurningu hvers vegna engir karlar hafi sinnt þessum störfum síðustu öldina og hvers vegna svo fáir karlar gerist hjúkrunar­fræðingar hér á landi.

Erla Dóris mun líka fjalla um fleiri rann­sóknir sínar, meðal annars á barns­fara­sótt sem var rakin til skorts á hand­þvotti. Og þá mun hún sömu­leiðis segja frá hold­sveikinni sem hún hefur skrifað bók um, en síðasti hold­sveiki­sjúk­lingurinn hér á landi lést árið 1979.

Hring­braut í kvöld kl. 21.30.