Töfra­tækið sem gerir heimsins besta banana­ís

21. september 2020
15:25
Fréttir & pistlar

Berg­lind Ósk Haralds­dóttir annar eig­anda Eld­hús­töfra verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fast­eignir og Heimili í kvöld:

Hvern dreymir ekki um að eiga töfra­tæki í eld­húsinu sem getur séð um alla elda­mennskuna og ein­faldað verkin til muna. Sjöfn Þórðar heim­sækir Berg­lindi Ósk Haralds­dóttur sem er annar eig­anda fyrir­tækisins Eld­hús­töfrar og fær að kynnast eld­hús­tækinu Ther­momix sem virðist vera töfra­tæki sem flestir myndu vilja eiga í eld­húsinu. Eld­hús­töfrar er fjöl­skyldu­fyrir­tæki sem þær mág­konurnar Berg­lind og Rebekka Ómars­dóttir eiga og reka saman. Að sögn Berg­lindar bjó mág­kona hennar Rebekka í Sví­þjóð fyrir nokkrum árum og kynntist þessu töfra­tæki þar. Og eftir að þær báðar höfðu eignast eitt slíkt var ekki aftur snúið. „Okkur langaði að kynna þetta tæki fyrir fólkinu hér heima og erum um­boðs- og dreifingar­aðilar þýska fyrir­tækisins Vorwerk sem fram­leiðir Ther­momix og úr varð fyrir­tækið Eld­hús­töfrar,“ segir Berg­lind.

Að­spurð segir Berg­lind að tækið hafi breytt og ein­faldað alla mats­eld á heimilinu auk þess sem mat­vælin séu nýtt mun betur. Einn af helstum kostum tækisins sé sá að hægt er að gera nánast allan mat frá grunni, m.a. sósur og súpur á ör­skammri stundu sem og jógúrt svo dæmi séu tekin. Berg­lind sýnir Sjöfn helstu eigin­leika tækisins þar sem það opnar þér nýjan heim á ein­faldan hátt, auk þess sem hún lagar fyrir hana banana­ís sem inni­heldur ein­göngu banana! Upp­lifun Sjafnar var ein­fald­lega besti bananana­ís sem hún hefur bragðað.

Meira um þetta snjalla töfra­eld­hús­tæki í þættinum í kvöld.

Þátturinn Fast­eignir & Heimili verður á dag­skrá í kvöld klukkan 20.30 og er að jafnan ferskur, fjöl­breyttur og með per­sónu­legum blæ.