Tíu mega koma saman og skemmtistöðum lokað

Almennar samkomutakmarkanir fara í tíu úr tutttugu. Skólar halda áfram að vinna samkvæmt reglugerð. Skemmtistöðum verður lokað og spilasölum auk þess sem að viðburðir með hraðprófum verða ekki heimiliaðir lengur. Sundstaðir og líkamsrækt verða opnir en þó aðeins með heimild um 50 prósenta leyfilegan fjölda. Þetta gildir til 2. februar og tekur gildi á miðnætti í kvöld.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra fóru yfir stöðuna fyrir utan ráðherrabústaðinn í Tjarnargötunni eftir ríkisstjórnarfund í morgun.

Katrín Jakobsdóttir sagði fyrir utan ráðherrabústaðinn að það væri búið að fara yfir stöðuna og að það væri merkileg staða núna þegar það er nýtt afbrigði, Omíkron, sem valdi minni veikindum en væri svo smitnæmt að það valdi miklu álagi á heilbrigðiskerfið. hún sagði að samhliða hertum aðgerðum verði þörf á frekari efnahagsaðgerðum og að það yrði hluti þeirra ræddar í þingi á mánudag. Katrín sagði að horft yrði til fyrri aðgerða og að það myndu töluverðar fjárhæðir fara í það.