Þráinn skiptir um skoðun: Allir ættu að bera merki á klæðnaði sínum

26. október 2020
08:45
Fréttir & pistlar

„Það er mikil skamm­sýni að banna opin­berum starfs­mönnum að segja sann­leikann! Frelsum þá sem hafa lokast inni í skáp ævi­langrar hræsni!,“ segir Þráinn Bertels­son, rit­höfundur og fyrr­verandi þing­maður.

Þráinn vísar á Face­book í mál lög­reglu­konunnar sem mynduð var með merki Vín­lands­fánans á búningnum sínum. Málið vakti mikla at­hygli og var lög­reglan gagn­rýnd harð­lega.

„Eftir því sem ég hugsa meira um þetta mál með löggu­konuna sem þótti flott að hafa fas­ista­merki á ein­kennis­búningnum sínum en sagðist samt ekki vita hvað þau þýddu - þá hef ég al­gjör­lega skipt um skoðun í málinu og styð rétt lög­reglu­manna til að merkja sig og búninga sína í bak og fyrir til að tjá skoðanir sínar og sinn innri mann,“ segir Þráinn hæðnis­lega í pistli sínum.

Hann segir að það sama ætti auð­vitað að gilda um aðra ríkis­starfs­menn.

„Dómurum og starfs­fólki dóms­kerfisins ætti jafn­vel að vera skylt að merkja vinnu­fötin sín með aug­lýsingum, jafn­vel slag­orðum þess stjórn­mála­flokks eða stefnu sem á hug þeirra og hjarta - og jafn­vel bera merki þeirra banka eða fyrir­tækja sem þeir eiga flest hluta­bréf í.

Allir for­stöðu­menn ríkis­stofnana ættu í nafni gegn­sæis og hrein­skilni að merkja sig með táknum sem í þeirra til­viki merkja vernd og sam­stöðu,“ segir hann og bætir við að það sama ætti að eiga við um þing­menn.

„Al­þingis­menn eru þegar merktir þeim stjórn­mála­flokkum sem þeir sitja á þingi fyrir, en þeir þyrftu líka að ein­kenna sig með því að bera aug­lýsingar eða lógó frá helstu stuðnings­aðilum sínum og holl­vinum. Með öðrum orðum þá væri dá­sam­legt ef hlut­leysis­hræsnin væri af­lögð og hrein­skilnin kæmi í staðinn. Ævi­löng bæling og heft tjáning gerir engan að betri manni,“ segir Þráinn sem endar pistil sinn á þessum orðum:

„Hreinsum nú and­rúms­loftið og heimilum bældum ríkis­starfs­mönnum loksins að opin­bera hvað það er sem í raun og veru gefur lífi þeirra gildi, hvort sem það er bláa línan, bláa höndin eða rómantískur sjó­ræninga­fáni.

Til­gangurinn með mál­frelsi og tjáningar­frelsi er sá að fólk geti sagt satt og þurfi ekki að vera lokað inni í skáp í ævi­löngum þykju­stu­leik því að SANN­LEIKURINN MUN GERA OKKUR FRJÁLS - ef eitt­hvað er að marka Heilaga ritningu.“