Þráinn kveður Bylgjuna: „Svo virðist að ég hafi óþægilega fjarveru“

Útvarpsmaðurinn Þráinn Steinsson er hættur störfum hjá Bylgjunni eftir 30 ára starf.

Þetta kemur fram í færslu hans á Facebook en með henni vill hann svara öllum þeim sem hafa spurt hvers vegna hann sé ekki vera lengur partur af Bítinu.

„Svo virðist að ég hafi óþægilega fjarveru þar sem mikið er spurt af hverju ég sé ekki í bítinu lengur,“ segir Þráinn í færslu sinni en hann segir að hann hafi látið af störfum vegna þessa eftir 30 ára starf hjá Bylgjunni. „Svarið er að ég hef látið af störfum hjá Sýn eftir 30 ár á Bylgjunni,“ segir í færslu Þráins.

Hann útilokar þó ekki að hann muni snúa aftur í útvarp. „Ég sinni mér og mínum í bili , takk fyrir mig, hver veit nema ég snúi aftur í útvarpið,“ segir Þráinn í færslu sinni.

Margir af samstarfsmönnum hans hafa óskað honum góðs gengis í framtíðinni en þar á meðal er Logi Bergmann, útvarpsmaður „ Gangi þér vel kæri vinur" og Haukur Holm fréttamaður á Stöð2 sem segir „ Þetta er leitt að heyra minn kæri og einkennilegt að láta mann eins og þig fara. Ég er sannfærður um að það rætist vel úr hjá þér. Bestu kveðjur minn kæri.“