Þórunn kvíðir sumrinu: „Helvítis sumarbirtan allan sólarhringinn“

Skammdegisdepurð er hugtak sem margir kannast við og lýsir sér í stuttu máli sem andleg vanlíðan sem hefst þegar daginn tekur að stytta á haustin.

Sumardepurð er annað hugtak sem kannski færri kannast við en er þó til í raun og veru. Þeir eru nefnilega ófáir hér á landi sem kjósa frekar myrkrið en birtuna.

Í þeim hópi er Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir, rithöfundur, blaðamaður og bókmenntagagnrýnandi.

„Nú fer í hönd alleiðinlegasti tími ársins, helvítis sumarbirtan allan sólarhringinn. Ómögulegt að hafa kveikt á kertum og notalegum lömpum, bara rafsuðublinda næstu fjóra, fimm mánuði,“ segir Þórunn á Twitter og virðast margir taka undir þetta hjá henni.

„Ég hélt ég væri ein um þessa skoðun en ég er svo sammála!! Svo helvítis gröðu fuglarnir að öskra allar nætur,“ segir í einni athugasemd og fleiri taka undir.