Þórólfur svarar gagnrýnendum fullum hálsi: „Við erum að fá 10 ný veiruafbrigði á hverjum degi“

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir það alls ekki hræðsluáróður að segja að það þurfi áfram að varast COVID-19 faraldurinn. Margir hafa gagnrýnd Þórólf síðustu vikur þar sem sóttvarnaraðgerðir séu enn í gangi þrátt fyrir að spítalinn megi við álagi. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði Þórólf stunda hræðsluáróður.

„Covid er ekki búið. Það getur enn leikið okkur grátt ef við höldum ekki rétt á spöðunum. Og: þetta er ekki hræðsluáróður,“ sagði Þórólfur við RÚV.

„En við erum þó að sjá vísbendingar um hægfara aukningu myndi ég segja. Kúrfan er að fara upp á við myndi ég segja. Í gær voru t.d. 66 sem greindust innanlands. Við höfum líka verið að greina nokkurn fjölda á landamærum, allt upp í 10 á dag. Það er bara dágóður fjöldi þegar við erum að fá 10 ný veiruafbrigði á hverjum degi sem koma inn í samfélagið.“

Þar á meðal hafi 2 þúsund manns smitast af Bankastræti Club-afbrigðinu.