Þór­ólfur: Sak­leysis­leg hópa­myndun upp­spretta smitana

28. nóvember 2020
11:35
Fréttir & pistlar

Þór­ólfur Guðna­son, segir að stærstur hluti smita síðustu daga megi rekja til einnar hópa­myndunar, sem hann segir sak­leysis­lega í sam­tali við mbl.is.

Hann biðlar til fólks um að hittast ekki. 21 smit greindust innan­lands í gær. Af þeim voru 13 í sótt­kví en átta utan sótt­kvíar.

„Þetta get­ur haft af­drifa­­rík­ar af­­leiðing­ar. Þess vegna biðla ég til fólks að fara var­­lega og vera ekki að hitt­ast. Þá á fólk ekki að vera inn­an um aðra ef það er með ein­­kenni og á að fara í sýna­töku,“ segir Þór­ólfur.

Sjá einnig: Mikil ólæti í nótt: Erilsamt hjá lögreglu


Hann segir ó­tíma­bært að ræða næstu til­lögur. „Það er ó­tíma­bært að tala um það. Þegar ég skilaði til­­lög­um fyrst leit þetta vel út og ég taldi að það væri hægt að fara í væg­ar til­­slak­an­ir. Eins og staðan er núna væri glap­ræði að fara í mikl­ar til­­slak­an­ir.“

Hann segir það munu taka ein­hvern tíma að ná utan um smitin. Hann biðlar til fólks um að halda enn í sótt­varnir og hittast ekki.

„Að­gerðirn­ar hafa verið að virka vel og við náðum far­aldr­in­um vel niður. Nú er hins veg­ar jó­­laund­ir­bún­ing­ur á fullu og fólk er mikið á ferðinni. Það eru flest­ir að passa sig en það þarf bara svo lítið til. Ef einn er smitaður er dreif­ing­in far­in af stað áður en menn vita.“