„Þór­ólfur lagði til tveggja metra fjar­lægð“

Sósíal­ista­foringinn Gunnar Smári Egils­son ræðir sótt­varnar­að­gerðir stjórn­valda í stuttri Face­book færslu sem hann birtir í kvöld. Þar bendir hann á að Þór­ólfur Guðna­son hafi lagt til tveggja metra fjar­lægðar­tak­mörk.

„Ráð­herrarnir ræddu málið í tvo tíma og á­kváðu af brjóst­viti sínu að einn metri væri bara alveg nóg,“ skrifar Gunnar Smári. Eins og alþjóð veit voru sett á eins metra fjarlægðatakmörk og hefur Þórólfur sem og Víðir Reynisson sett spurningamerki við það.

Gunnar Smári spyr að síðustu: „Á hvorum tekur þú mark? Sótt­varnar­lækni eða lög­fræðingum, ís­lensku­fræðingum og dýra­læknum ríkis­stjórnarinnar?“