Þór­ólfur bjargaði lífi Sonju og miklu fleiri: „Hann bjargaði mér líka“

Sótt­varna­læknirinn Þór­ólfur Guðna­son hefur bjargað mörgum lífum á ferli sínum sem barna­læknir. Þetta má sjá á Twitter þræði Sonju Margrétar. Þar greinir hún frá því að Þór­ólfur hafi bjargað lífi sínu.

„Ef að Þór­ólfur hefði ekki bjargað lífi mínu þegar ég var 2 vikna gömul með heila­himnu­bólgu þá væruð þið ekki að fá pjúra co­me­dy beint í æð,“ skrifar Sonja Margrét í þræðinum sem vakið hefur at­hygli rúm­lega 240 manns hið minnsta.

Sonja sló í gegn á sam­fé­lags­miðlinum um daginn þegar hún birti myndir af kettinum sínum í líki Þór­ólfs. Þráðinn má sjá hér að neðan en hann vakti mikla at­hygli enda stór­kost­legur.

Þá flykkjast aðrir að þræði Sonju til að lýsa því yfir að Þór­ólfur hafi bjargað lífum þeirra líka. Þór­ólfur starfaði sem ung­barna­læknir um ára­bil og hefur aug­ljós­lega tekist vel til.

„Bjargaði mér líka, finnst líka eins og það sé verið að gera á mig per­sónu­lega árás þegar hann er gagn­rýndur,“ skrifar Ragn­heiður Perla. „Mér líka!! Eini sem stimplaði mömmu ekki sem móður­sjúka,“ skrifar Elísa.

„Hann bjargaði mér líka 12 daga gömlum með sýkingu í brjósti!“ skrifar Hákon Darri Egils­son. Jóhanna Leifs­dóttir segir Þór­ólf frá­bæran barn­lækni. „Bjargaði mér líka hef ég heyrt,“ skrifar Axel Malibu.