Þórólfur ætlar ekki á Þjóðhátíð: „Smithættan er meiri á svona stórum útihátíðum“

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir ætlar ekki á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Þórólfur, sem kemur frá Vestmannaeyjum, segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi ekki farið undanfarin ár og árið í ár verði ekki undantekning. „Ég hef ekki mætt í nokkur ár og fer ekki í ár,“ sagði hann.

Að­spurður út í stærstu úti­há­tíðir landsins sem verða haldnar um Verslunarmannahelgina, líkt og Þjóð­há­tíð í Eyjum, segir Þór­ólfur að smit­hættan sé meiri í slíkum að­stæðum. „Við getum sagt að smit­hættan er meiri á svona stórum úti­há­tíðum þar sem fólk er í alls­konar á­sigu­komu­lagi og kannski ekki að passa sig í smit­vörnum,“ sagði hann.

Ríkisstjórnin fundar í dag um minnisblað sóttvarnarlæknis. Þórólfur segir flesta af þeim sem greinast vera bólu­settir. Vitað var að bólu­settir geta enn tekið veiruna. „Menn geta litið á þetta út frá mörgum vinklum. Ég hef marg­oft bent á það að það virðist vera að vegna Delta af­brigðisins séu bólu­setningar ekki eins virkar eins og gegn öðrum af­brið­gum,“ segir hann.