Þórólfur á upplýsingafundi fjórum dögum eftir andlát föður síns

Guðni B. Guðna­son, fyrrverandi kaup­fé­lags­stjóri, lést á Land­spít­al­an­um í Foss­vogi 15. janú­ar síðastliðinn á 96. ald­ursári. Guðni er faðir Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis. Þórólfur mætti á upplýsingafund Almannavarna í morgun, fjórum dögum eftir andlátið.

Greint er frá þessu á mbl.is. Guðni fædd­ist á Guðnastöðum í Aust­ur-Land­eyj­um í Rangár­vall­ar­sýslu 1. apríl árið 1926. For­eldr­ar hans voru Jón­ína Guðmunda Jóns­dótt­ir frá Aust­ur-Búðar­hóls­hjá­leigu í Aust­ur-Land­eyj­um og Guðni Guðjóns­son frá Brekk­um í Hvolhreppi í Rangár­valla­sýslu. Guðni var þriðji í röð 11 systkina.

guðni b.jpg

Guðni útskrifaðist frá Sam­vinnu­skól­an­um og tók við próf­skír­tein­inu úr hönd­um Jónas­ar á Hriflu árið 1947. Árið 1947 hóf Guðni störf í Kaup­fé­lagi Hall­geirs­eyj­ar. Í árs­byrj­un 1956 varð hann kaup­fé­lags­stjóri kaup­fé­lags­ins Bjark­ar á Eskif­irði allt til árs­ins 1962 en þá fluttu þau Val­gerður til Vest­manna­eyja og var Guðni kaup­fé­lags­stjóri þar til loka árs 1972 þegar hann varð aðstoðar­kaup­fé­lags­stjóri Kaup­fé­lags Árnes­inga og gegndi því starfi til aprílloka árið 1992. Sam­hliða starfi kaup­fé­lags­stjóra í Vest­manna­eyj­um kenndi hann bók­færslu í gagn­fræðaskól­an­um, iðnskól­an­um og stýri­manna­skól­an­um í Vest­manna­eyj­um.

Guðni og Val­gerður fluttu í Kópa­vog­inn árið 1999 en hún lést árið 2005. Þau eignuðust þrjá syni: Gunn­ar, arki­tekt í Reykja­vík, Þórólf­ur, barna­lækn­ir og sótt­varna­lækn­ir, og Guðni Björg­vin, tölv­un­ar­fræðing­ur og ráðgjafi í Reykja­vík.