Þórir Sæm var fyrstur á vettvang og lýsir upplifuninni

Eins og sjá má á myndbandi á vef Fréttablaðsins var Þórir Sæm með fyrstu mönnum að gosinu sem byrjaði á Reykjanesskaga í dag.

„Ég var hel­víti snöggur hérna upp eftir. Ég er bara dá­leiddur hérna eins og stendur. Þetta er stór­kost­leg sjón,“ segir Þórir í samtali við Fréttablaðið.

Þórir segir geisla­virkan hita leggja frá hrauninu. „Ég er ein­hverja 70 metra frá jaðrinum núna og ég finn alveg hitann frá öllu svæðinu. Þetta er gríðar­legur hiti.“