Þórir Barð­dal er látinn

Þórir Barð­dal, lista­maður og stofnandi Lótus­hússins, er látinn. Þórir lést á líknar­deild Land­spítalans í Kópa­vogi þann 14. októ­ber síðast­liðinn á 62. aldurs­ári. Greint er frá and­láti hans í Morgun­blaðinu í dag.

Þórir var lærður mynd­höggvari og starfaði hann við högg­mynda­list í Banda­ríkjunum og Portúgal eftir nám. Hann flutti til Ís­lands 1996 og starfaði meðal annars við högg­mynda­list og leg­steina­gerð. Hann stofnaði stein­smiðjuna Sól­steina og síðar Stein­smiðju Akur­eyrar.

Þórir kvæntist Sig­rúnu Ol­sen mynd­listar­konu árið 1989, en hún lést árið 2018. Í minningar­orðum í Morgun­blaðinu er bent á að þau hjónin hafi unnið náið saman að and­legum hugðar­efnum sínum. Þau stofnuðu til dæmis Lótus­húsið, hug­leiðslu­skóla sem er mörgum Ís­lendingum að góðu kunnur.