Þórhallur blæs á orðróm um umdeildan áhrifavald: „Ekki að byrja með þátt á Stöð 2“

Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn, segir ekkert hæft í því að áhrifavaldurinn Reynir Bergmann sé að byrja með þátt á Stöð 2.

Hlaðvarpsstjórnandinn Edda Falak vakti athygli á orðróm um það á Twitter í gær og sagði: „Ertu að segja mér að Reynir Bergmann sé að byrja með þátt á Stöð 2?“ Vísaði hún í samfélagsmiðilinn TikTok.

Þórhallur svaraði: „Nei, það er rangt. Reynir Bergmann er ekki að byrja með þátt á Stöð 2.“

Málið vakti upp umræður um Reyni, en hann er vinsæll áhrifavaldur með um 17 þúsund fylgjendur á Instagram og stóran áhorfendahóp á Snapchat. Hann er umdeildur og sagði fyrr á þessu ári að hann væri „Team Sölvi“ og lét þau ummæli falla að „vændiskonur og mellur“ ættu að „fokka sér“ í tengslum við mál Sölva Tryggvasonar. Hann dró ummæli sín seinna til baka og baðst afsökunar.

Málið vakti mikla umræðu á Twitter og létu margir hörð orð falla. „Þetta gerir dómstóll götunar, dæmir menn til vistar á Stöð 2,“ sagði grínistinn Stefán Vigfússon.

Fleiri fréttir