Þor­grímur vill að ríkis­stjórnin ráði barna­bóka­höfunda í fullt starf í 2-3 ár

26. nóvember 2020
16:27
Fréttir & pistlar

Þor­grímur Þráins­son rit­höfundur leggur til að ríkis­stjórnin ráði tíu til tólf barna- og ung­linga­bóka­höfunda í fullt starf í tvö til þrjú ár með það að mark­miðið að koma í veg fyrir frekara ó­læsi á Ís­landi.

Þor­grímur varpar þessari at­hyglis­verðu hug­mynd fram í að­sendri grein í Morgun­blaðinu í dag. Læsi og les­skilningur er Þor­grími hug­leikinn enda hefur hann um ára­bil verið í hópi af­kasta­mestu barna- og ung­linga­bóka­höfunda landsins.

Í grein sinni segir Þor­grímur:

„Á hverju ári gæti hver um sig skrifað tvær til fjórar ó­líkar bækur á mis­munandi erfið­leika­stigi fyrir leik- og grunn­skóla­börn og í takt við á­huga­mál þeirra, sem er lykil­at­riði. Allir skólar fengju eitt bekkjar­sett af hverri bók, 25 bækur, og höfundarnir myndu síðan skipta með sér skólum, heim­sækja þá alla og vera með „kveikjur“, upp­lestur, skapandi skrif og fleira til að auka á­huga á lestri.“

Þor­grímur segir að hans reynsla sem rit­höfundur sýni að þetta glæði á­huga á sögum, auki orða­forða, náms­árangur verður betri og sjálfs­traust eykst.

„Skólarnir þurfa að­stoð, börnin þurfa hjálp, flestir for­eldrar líka þegar læsi er annars vegar. Þessi fjár­festing í komandi kyn­slóðum myndi kosta ríkis­sjóð brota­brota­brot af þeim fjár­munum sem dreifast víða í nú­verandi á­standi. Fyrsta stigs for­varnir hafa yfir­leitt setið á hakanum en það litla fjár­magn sem er þó sett í þann mála­flokk sparar sam­fé­laginu milljarða þegar fram líða stundir.

Þor­grímur spyr síðan hvers virði hvert manns­líf er, 100 milljónir eða kannski milljarður.

„Ég er sann­færður um að við Ís­lendingar myndum safna milljarði á skömmum tíma til að bjarga einu lífi. Ofan­greind að­gerð myndi kosta um 160 milljónir á ári, með öllu! Við rit­höfundar erum al­gjör­lega van­nýttir þegar kemur að því að heim­sækja skóla með spennandi kveikjur, yfir­leitt vegna fjár­skorts skólanna og bág­borins skilnings yfir­valda. Nú er sannar­lega lag. Með sam­taka­mætti er hægt að fjár­festa í komandi kyn­slóðum! En hvers er að taka fyrsta skrefið?“