Þor­gerður um Sjálf­stæðis­flokkinn: „Það voru á­kveðin öfl byrjuð að toga fastar“

29. maí 2020
14:15
Fréttir & pistlar

Þor­gerður Katrín Gunnars­dóttir, for­maður Við­reisnar, var gestur Sig­mundar Ernis Rúnars­sonar í þættinum Manna­mál á Hring­braut í gær­kvöldi. Í við­talinu var farið um víðan völl og ræddi Þor­gerður meðal annars um einka­lífið og pólitíkina.

Þor­gerður, sem sat um ára­bil á þingi fyrir Sjálf­stæðis­flokkinn, var vara­for­maður flokksins og ráð­herra um margra ára skeið, á­kvað að hætta í stjórn­málum árið 2012 en árið 2016 til­kynnti hún að hún ætlaði að ganga í raðir Við­reisnar.

Í við­talinu var hún meðal annars spurð hversu sárt það hafi verið þegar hún á­kvað að yfir­gefa Sjálf­stæðis­flokkinn, flokkinn sem hún hafði stutt frá blautu barns­beini.

„Þetta var risa á­kvörðun. Við fórum þarna saman út ég og Þor­steinn Páls­son, sá ein­staki maður. Þetta var sár á­kvörðun, já, að ein­hverju leyti. En eigum við ekki að segja að flokkurinn hafi auð­veldað okkur á­kvörðunina,“ sagði Þor­gerður sem bætti við að leynt og ljóst hefði verið reynt að ýta fólkinu út sem vildi til dæmis leggja á­herslu á Evrópu­málin, klára aðildar­um­sókn að Evrópu­sam­bandinu og leyfa al­menningi að kjósa um aðild.

„Það var verið að loka okkur úti. Við máttum ekki ræða á­kveðnar breytingar á sjávar­út­veginum, eðli­legt og sann­gjarnt gjald að að­ganginum fisk­veiði­auð­lindinni, á­kveðnar breytingar í land­búnaðar­málum. Ungir sjálf­stæðis­menn voru oftar en ekki sam­mála því sem maður var að segja að að sann­keppnis­lög þyrftu að gilda um alla. Þýðir það að við séum að grafa undan land­búnaðinum? Nei, við viljum styrkja hann og efla.“

Sem fyrr segir hafði Þor­gerður fylgt Sjálf­stæðis­flokknum um ára­tuga­skeið. En breyttist flokkurinn?

„Já, hann var að breytast. Eigum við ekki að segja að það séu á­kveðin öfl sem hafa í gegnum tíðina togað mis­fast í strengina og þau voru byrjuð að toga fastar,“ sagði Þor­gerður sem sagðist þó ekki ætla að eyða lífi sínu í að tala um Sjálf­stæðis­flokkinn. Það voru góðir tímar sem ég átti en líka mjög erfiðir.“

Hér má sjá við­talið við Þor­gerði Katrínu í heild sinni.