Þórður skýtur á Moggann: „Fals­fréttir á sterum“

Þórður Snær Júlíus­son, rit­stjóri Kjarnans, gefur lítið fyrir skop­mynd Morgun­blaðsins í dag eftir Helga Sig. Þar er skotið föstum skotum að bólu­efnum gegn CO­VID-19.

„Mogginn birtir skop­mynd þar sem tekið er undir inn­tak ál­hatta­myndar þar sem því var ma haldið fram að bólu­efni leiddi til ó­frjó­semi og að með því væri verið að planta ör­flögum í fólk,“ skrifar Þórður.

„Já og að svindlað hafi verið á Trump í kosningunum. Fals­fréttir á sterum. En Mogginn er geim.“

Ljóst er að net­verjum á Twitter hryllir við myndinni. Snæ­björn Brynjars­son vor­kennir gamla fólkinu sem les þetta. „Þessi maður er kexruglaður,“ skrifar Jón nokkur við færsluna.