Þórdís kveður Trump með nektarmynd og köldum skilaboðum

Óhætt er að fullyrða að meirihluti heimsbyggðarinnar bíði með ofvæni eftir því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, láti af embætti. Það mun gerast síðar í dag þegar innsetningar Joe Biden, verðandi forseta, fer fram.

Ein af þeim sem að fagnar brotthvarfi Trumps er baráttukonan og rithöfundurinn Þórdís Elva Þorvaldsdóttir. Hún birtir ögrandi mynd af sér á Instagram-síðu sinni með köldum skilaboðum til fráfarandi forseta.

„Nú er komið að kveðjustund, Trump forseti. Í allan dag er ég búin að hlusta á fólk, fólk úr þínum herbúðum, sem segir að það óttast það að þú munir skapa andrúmsloft óreiðu og ofbeldis á morgun því að það treystir því ekki að þú hafir þá tilfinningalegu dýpt og þroska til þess að láta af völdum með friðsamlegum hætti. Tími til þess að þú látir vaxa á þér píku, þær voru aldrei fyrir þig að grípa í," segir Þórdís í grófri þýðingu.