Þór­dis Kol­brún vill að hætt verði að líta til fjölda smita

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir, ferða­mála­ráð­herra vill að hætt verði að líta til fjölda smita af CO­VID-19 hjá ná­granna­ríkjum og að við­miðunum verði breytt sam­hliða bólu­setningu þegar lönd verða flokkuð í rauð, appel­sínu­gul eða græn.

Þór­dís segir í sam­tali við Ríkis­út­varpið að mark­mið að­gerðanna hafi verið að tempra smit þangað til í ljós komi hvort þeir sem hafi smitast veikist al­var­lega. Hún bendir á að sem stendur séu nær allir sem greinast með CO­VID-19 með lítil eða engin ein­kenni.

Eins og vitað er stefnir allt í að Ís­land verði rautt á lista sótt­varnar­stofnunar Evrópu. Þór­dís viður­kennir að það séu slæm tíðindi fyrir ferða­þjónustuna hér á landi.

„Þær vís­bendingar sem við höfum annars staðar frá er að bólu­setningin sé al­gjör bylting í því hvernig staða Co­vid er og verður. Þannig að sú vinna sem hafin er um hvað það þýðir að vera orðin full­bólu­sett, hvernig við ætlum raun­veru­lega að lifa með þessari veiru til fram­tíðar, hún skiptir miklu máli. Þannig að við vorum þarna með til­lögu sótt­varna­læknis að kaupa okkur tíma,“ segir Þór­dís.

„Þegar að lönd eru mörg hver langt komin í bólu­setningu en önnur auð­vitað alls ekki, að þá vona ég að mæli­kvarðar annars staðar breytist á hvað það þýðir að vera rautt land. Við erum að skima mjög mikið, einna mest allra landa. Við erum lík­lega eina landið sem er með smitrakningu eins og hér er og það hefur þau á­hrif að við erum rauð. Vonandi verður það svo þannig að það þýðir eitt­hvað annað, ef við horfum á annað heldur en fjölda smita.“