Þor­björg og Ás­laug Arna birta tölvu­póst sem þær fengu

13. október 2020
10:13
Fréttir & pistlar

„Ég gleymi því stundum að þeir eru til sem horfa á um­ræður Al­þingis í sjón­varpinu. Annars bara góð og peppuð,“ segir Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dóttir, þing­maður Við­reisnar, á Twitter.

Þor­björg birti í gær­kvöldi tölvu­póst sem henni barst og má segja að sendandinn komi sér beint að efninu eins og sjá má hér að neðan.

Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, dóms­mála­ráð­herra og þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, virðist hafa fengið tölvu­póst frá sama ein­stak­lingi, sem kvittar undir með nafninu Björn, í gær­kvöldi en þar er henni legið á hálsi fyrir að vera of skap­stór í ræðu­stól Al­þingis.

Hægt er að skoða um­ræðuna í þræði Þor­bjargar en þar taka einnig til máls þing­menn eins og Logi Einars­son og Andrés Ingi Jóns­son.