Þórarinn kemur Sölva til varnar: „Hafður að at­hlægi í sam­fé­laginu í kjöl­far þess að hann sagði grátandi frá sinni hlið“

„Fyrir skömmu kom út grein sem hélt því fram að Sölvi Tryggva­son, sem var á­sakaður um að hafa beitt vændis­konu of­beldi, hafi verið sakaður um glæp sem annar maður framdi. Þetta segir Mann­líf hafa verið stað­fest af lög­reglunni. Miðað við sam­fé­lags­lega spennu­stigið sem fylgdi á­sökununum fyrir rúmu ári er vægast sagt á­huga­vert að fylgjast með lát­lausu við­brögðunum sem fylgja þessum fréttum,“ skrifar Þórarinn Hjartar­son, þátta­stjórnandi hlað­varpsins Ein pæling, á Vísi.

„Sölvi Tryggva­son var hafður að at­hlægi í sam­fé­laginu í kjöl­far þess að hann sagði grátandi frá sinni hlið á á­sökununum. Þar neitaði hann að vera sá sem sögu­sagnirnar fjölluðu um en hvarf úr kast­ljósinu eftir að frétt birtist í fjöl­miðlum um að tvær konur hefðu kært hann fyrir of­beldi,“ heldur hann á­fram.

Þórarinn spyr „Hvað gerði Sölvi Trygga?“ í ljósi nýrra vendinga í málum hans.

„Sér­stak­lega ættu þau sem voru hvað að­gangs­hörðust í því að telja fólk í trú um að fjöl­miðlar væru að hygla Sölva (geranda) og við­halda þöggunar­menningu í mál­efnum kyn­ferðis­brota, að spyrja sig þeirrar spurningar. Þau sýna hins vegar tregðu til að tjá sig um málið og hafa látið þessar fréttir sem vind um eyru þjóta.“

„Það er sorg­legt þegar fólk nýtir sér réttinda­bar­áttu til að hygla sjálfu sér. Krafa er gerð um að orðum þeirra skuli tekið sem hei­lögum sann­leik, öll gagn­rýni er bak­slag og það er ó­sann­gjarnt að telja mál­efna­legar rök­ræður um þessi mál vera boð­legar.“

„Slíkar vanga­veltur eru kveðnar í kútinn með vísan til kyns og kyn­þáttar við­komandi. Þau sem þekkja ekki lögin eins­korðast í þeirri trú að þau geti skorið úr um hverjir séu sekir og hverjir séu sak­lausir og að þeir sem hafa lagt kapp á að kynna sér lögin þekki þau í raun ekki neitt og nýti sér þau til að við­halda ó­rétt­læti gagn­vart brota­þolum.

Undir­ritaður veit ekki hvort Sölvi Tryggva­son hafi gerst sekur um glæp eða ekki. En það breytir því ekki að ef satt reynist að Sölvi hafi verið sviptur lífs­viður­værinu fyrir glæp sem annar maður framdi er vert fyrir marga að efast dá­lítið um eigið á­gæti og horfa inn á við,“ skrifar Þórarinn að lokum.