Þór Saari brjálaður út í Smára­­bíó: „Að­koman og allt til­­heyrandi svæðinu var ömur­­legt“

Líkt og ekki hefur farið fram hjá neinum er nýjasta Bond-myndin, No Time To Die, til sýninga í ís­lenskum kvik­mynda­húsum en hún er sú síðasta með Daniel Cra­ig í hlut­verki James Bond. Meðal þeirra sem skellt hafa sér á hana er Þór Saari, fyrr­verandi þing­maður. Hann fór á myndina í Smára­bíó í gær og segir á Face­book farir sínar ekki sléttar.

Í færslu í Face­book-hópnum Vertu á verði - eftir­lit með verð­lagi, sem er á vegum Verð­lags­eftir­lits Al­þýðu­sam­bands Ís­lands, fer einn sem fór sömu­leiðis á Bond í Smára­bíó yfir upp­lifun sína.

Þau sem ekki hafa séð No Time To Die áttu að láta staðar numið hér í lestri fréttarinnar.

Fréttablaðið/Getty

Þór setti um­mæli við færsluna þar sem hann tekur undir með færslunni. „Sam­mála. Var þarna í gær líka og að­koman og allt til­heyrandi svæðinu var ömur­legt. Svo drápu þeir Bond í þokka­bót,“ skrifaði þing­maðurinn fyrr­verandi. Um­mælunum hefur nú verið eytt.

Við færsluna taka fleiri undir og segja á­standið í Smára­bíó ekki boð­legt.

Um­mælum Þórs hefur verið eytt.
Mynd/Facebook