Þingmaður sjálfstæðisflokksins situr fastur í vél á leifsstöð: „ekki ætur biti í vélinni“

12. janúar 2020
21:38
Fréttir & pistlar

Njáll Trausti Frið­berts­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, er meðal þeirra sem sitja fastir um borð í flug­vél í Leifsstöð núna vegna veðurs. Hann var að koma með vé Norwegian frá Tenerife sem milli­lenti á Gatwick.

Alls bíða farþegar tíu véla á vellinum eftir því að komast frá borði en að sögn upplýsingafulltrúa Isavia er vinnan hafin við að koma landgöngubrúm í notkun og koma öllum frá borði.

„Nú eru komnir tólf tímar síðan við gengum um borð. Spurning hve­nær við komumst inn í flug­stöð. Ekki ætur biti í vélinni,“ segir Njáll í færslu á Face­book í kvöld.