Þing­maður Sam­fylkingar hrósar Pírötum: „Sam­visku­söm, hug­sjóna­rík og hvöss“

„Ég hef séð þá ó­mældu kosti sem þing­menn flokksins eru búnir, öll sem eitt, dug­leg og sam­visku­söm, hug­sjóna­rík og hvöss þó að ég deili ekki alveg öllu í sýn þeirra.“

Þetta segir Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Sam­fylkingarinnar, á Face­book-síðu sinni. Til­efnið er nýr Þjóðar­púls Gallup en í honum fer fylgi Pírata upp um þrjú prósent og á meðan fylgi VG fer niður um þrjú prósent. Guð­mundur Andri segir að hvorugt komi honum á ó­vart.

Guð­mundur Andri segir að hann færi aldrei að kalla sig Pírata, ekki laumu­pírata og hvað þá heiðurspírata, en það breyti ekki þeirri stað­reynd að þing­menn flokksins séu búnir ó­mældum kostum eins og rakið er hér að framan.

Þá segist Guð­mundur sömu­leiðis skilja vel að kjós­endur snúi baki við VG.

„Katrín lét á sér skilja í Mogga­við­tali að flokkur hennar eigi meiri sam­leið með Sjálf­stæðis­flokki en Sam­fylkingu (sem sé svo hægri­sinnuð vegna sam­krulls við Við­reisn eða eitt­hvað), sem ég vona nú að sé tíma­bundin villa. Nema hvað: við í Samfó stöndum í stað við 15 prósentin. Ég er ekki jafn hrifinn af „stöðug­leikanum“ og Katrín og vil sjá flokkinn minn með meira fylgi, þó að þetta sé nokkuð yfir fylginu okkar í síðustu þing­kosningum.“

Guð­mundur Andri segir að fólk þurfi að hafa eitt grund­vallar­at­riði í huga, en það er að sterk Sam­fylking sé for­senda þess að hægt verði að leiða saman ó­líka flokka á vinstri vængnum.

„Við heitum nú einu sinni „Sam­fylking“ og erum alltaf að hugsa um það sem sam­einar okkur vinstri menn frekar en hitt sem sundrar. Málið er þetta: Hvernig myndum við fram­sækna um­bóta­stjórn jafnaðar­manna eftir næstu kosningar? Sterk Sam­fylking gegnir þar lykil­hlut­verki, eini flokkurinn sem getur leitt saman til dæmis Pírata og VG já og út­skýrt fyrir Katrínu að Við­reisn er ekki hægra megin við Sjálf­stæðis­flokkinn.“

Fjallað var um Þjóðar­púlsinn í kvöld­fréttum RÚV í kvöld. Sam­kvæmt honum er fylgi Sjálf­stæðis­flokks rúm 23 prósent, Sam­fylkingar tæp 15 prósent og Pírata tæp 14 prósent. VG, Við­reisn og Mið­flokkurinn eru með tæp­lega 11 prósenta fylgi og Fram­sóknar­flokkur 7,5 prósent. Þá eru Flokkur fólksins og Sósíal­ista­flokkurinn með um fjögurra prósenta fylgi.

Mynd/Sigtryggur Ari