„Þetta verður að telja uppreist æru fyrir okkur Janssen-hópinn“

Samfélagsrýnirinn Hrafn Jónsson lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu að lenda í einangrun með fjölskyldunni.

„Hér smitaðist heimilisfólk eitt af öðru frá því fyrir áramót. Blessunarlega varð enginn mjög veikur, en við viðurkennum að fjögurra manna samfelld innivera sýkti alla af mjög alvarlegri inniveiki og var vissulega komin smá Shining orka í hópinn undir lokin,“ segir hann í færslu á Facebook.

„Einhvern veginn tókst mér í gegnum þrjár samfelldar sóttkvíar og börn hóstandi upp í mig og nuddandi hori á mig nánast allan daginn að sýkjast aldrei. Þetta verður að telja uppreist æru fyrir okkur Janssen hópinn sem hefur þurft að hlusta á háð og spott Pfizer og Moderna elítunnar síðustu mánuði.“

Það er kannski ekki eina skýringin:

„Hinn möguleikinn er svo auðvitað að ég sé einfaldlega ódauðlegur.“