Þetta segir lögmaður um mál Gylfa: „Sí­fellt al­gengara og versnandi vanda­mál“

Breskur lög­maður telur að ekki verði tekið til­lit til tímans sem Gylfi Þór Sigurðs­son hefur verið í far­banni verði hann dæmdur til vistar í fangelsi í kyn­ferðis­brota­máli.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag sem ræðir við Dino Nocivelli, breskan lögfræðing sem sérhæfir sig meðal annars í málum sem snúa að meintu kynferðisofbeldi gegn ólögráða einstaklingum. Dino getur ekki tjáð sig beint um mál Gylfa af lagalegum ástæðum en eins og greint var frá um helgina er mál Gylfa nú komið til saksóknaraembættisins sem tekur ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra.

Dino segir að miðað við tímamörkin í málinu mætti vonast eftir niður­­­stöðu um næstu skref fyrir lok mars.

Eins og flestir vita var Gylfi hand­­tekinn 16. júlí 2021 vegna gruns um kyn­­ferðis­brot gegn ó­­lög­ráða einstak­lingi. Stuttu síðar var hann látinn laus gegn tryggingu og hefur hann verið í farbanni síðan.

Margir hafa gagnrýnt málsmeðferðartímann en Dino segir ekkert óeðlilegt við tímalengd rannsóknarinnar sem slíka.

„Því miður getur refsi­réttar­kerfið á Eng­landi verið ansi hæg­fara og hefur þróunin verið í þá vegu undan­farið,“ segir Dino og bætir við að margar á­stæður séu fyrir því.

„Það eru fjöl­margar á­stæður, allt frá eftir­málum vegna kórónu­veirufar­aldursins til van­fjár­mögnunar í mála­flokki lög­reglunnar, á­kæru­valdsins, saka­mála­dóm­stóla og laga­legrar að­stoðar. Á­stæður mögulegra tafa geta þó ekki verið notaðar sem af­sökun fyrir á­fram­haldandi töfum á rétt­læti fyrir alla þá aðila sem eru hluti af saka­málum.“

Dino segist vera þeirrar skoðunar að frestað rétt­læti sé oft rétt­læti hafnað og segir hann tafir á niðurstöðu í svona málum vera á­hyggju­efni sem hafi á­hrif, bæði á meinta þol­endur sem og sak­borninga.

„Þær tafir sem til vegna rann­sóknar refsi­réttar­kerfisins er á­hyggju­efni fyrir alla sem eiga í hlut. Því miður er þetta að verða að sí­fellt al­gengara og versnandi vanda­mál.“

Nánar á vef Fréttablaðsins.