Þetta hafði Twitter að segja um kappræðurnar í nótt: „Bandaríkin munu brenna í nóvember“

Það voru allnokkrir netverjar sem vöktu í nótt til að fylgjast með kappræðum Donald Trump Bandaríkjaforseta og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta. Kosningarnar Vestanhafs fara fram í nóvember og verður það spennandi hvor þeirra verður forseti Bandaríkjanna næstu fjögur ár.

Mikið var um frammí­köll og var talsvert stjórnleysi á umræðunum líkt og fram kom í ítarlegri frétt Fréttablaðsins frá því í nótt.

Netverjar voru margir hverjir duglegir að fylgjast með, flestir landsmenn styðja Biden og endurspeglast það í viðhorfunum. Hér er það helsta frá Twitter í nótt: