„Þetta eru hundar og kettir sem fólk elskar og dauði þeirra veldur mikilli sorg“

Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson bendir á að of hraður akstur bíla inni í hverfum verði tugum dýra að bana á hverju ári, í nýrri færslu á Twitter.

Tíst Gísla hefur vakið mikla athygli. „Þetta eru hundar og kettir sem fólk elskar og dauði þeirra veldur mikilli sorg. Stundum aka þessir bílar líka á börn,“ skrifar Gísli.

„Samt eru ennþá borgarfulltrúar að mótmæla lægri ökuhraða.“