„Þetta eru hin óhreinu börn rík­is­stjórn­ar­inn­ar“

29. október 2020
18:28
Fréttir & pistlar

Hanna Katrín Friðriks­son, þingflokksformaður Viðreisnar, segir ríkisstjórnina eiga að skammast sín fyrir að hafa ítrekað skorið niður fjármagn hjúkrunarheimila.

„Staðreynd­in er sú að í tíð nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar hef­ur rekstr­ar­fjármagn til hjúkr­un­ar­heim­ila verið mark­visst skert og eng­in teikn eru á lofti um breyt­ing­ar þar á. Staðan var því orðin slæm, en lengi get­ur vont versnað.“

Bendir hún á að hjúkr­un­ar­heim­il­in tak­ist nú á við þriðju bylgju Covid-far­ald­urs­ins, löskuð og sum fjárhagslega svelt.

„Þessi svelti­stefna veld­ur því að hjúkr­un­ar­heim­il­in neyðast til að draga úr þjón­ustu við heim­il­is­fólk. Það er ein­fald­lega þyngra en tár­um taki. Og fyr­ir þá sem hafa áhuga á því hvernig stjórn­völd fara með skatt­fé al­menn­ings, má minna á að dvöl ein­stak­lings sem ekki er hægt að út­skrifa af Land­spít­ala vegna skorts á úrræðum kost­ar að minnsta kosti um 70.000 kr. á sól­ar­hring. Land­spít­al­inn rek­ur svo biðdeild á Víf­ils­stöðum þar sem ríkið greiðir sjálfu sér 52.000 kr. á sól­ar­hring fyr­ir þjón­ustu og aðstæður sem eru mun lak­ari en þær sem fólki býðst á hjúkr­un­ar­heim­il­um. Fyr­ir sól­ar­hring á hjúkr­un­ar­heim­il­um greiðir ríkið hins veg­ar 38.000 kr. sam­kvæmt þjón­ustu­samn­ingi við rekstr­araðila.“

Hanna Katrín segir „stríð“ ríkisstjórnarinnar við hjúkrunarheimili eiga sér sögu og birtist að einhverju leyti í heilbrigðisstefnu stjórnvalda sem samþykkt var 2019.

„Þessi fjöl­mörgu fé­lög, stofn­an­ir og fyr­ir­tæki inn­an Sam­taka fyr­ir­tækja í vel­ferðarþjón­ustu eiga það sam­eig­in­legt að vera ekki rík­is­rek­in, held­ur starfa sam­kvæmt þjón­ustu­samn­ingi við ríkið. Allt aðilar sem hafa um ára­tuga­skeið verið mik­il­væg­ur hlekk­ur í ís­lenskri heil­brigðisþjón­ustu. En þetta eru hin óhreinu börn rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Í einka­rekstri.“

Tekur hún undir orð Gísla Páls Páls­son­ar, for­stjóra Grund­ar og for­manns Sam­taka fyr­ir­tækja í vel­ferðarþjón­ustu, sem sagði ríkisstjórninni að skammast sín í pistli sem hann birti á vefsíðu Grundar.

Þar sakar hann stjórn­völd um að sveita öldrun­ar­heim­il­in viljandi svo þau gef­ist upp og skili rekstr­in­um til rík­is­ins. Slíkt sé þegar farið að ger­ast. Grímu­laus rík­i­s­væðing öldrun­arþjón­ust­unn­ar er lýs­ing­in sem for­stjór­inn not­ar.

„Þar hitt­ir hann nagl­ann senni­lega beint á höfuðið,“ skrifar Hanna Katrín. „Grím­an er fall­in.“