Þetta er trauma

Mér finnst mikil­vægt að höfum það constantly í huga að það er bara allt í lagi að við eigum svo­lítið erfitt með að höndla á­standið í heiminum í dag.

Gefum okkur break, við þurfum ekki að setja okkur brjál­æðis­legar kröfur um producti­vity, það er í lagi að við eigum erfitt með þessar að­stæður.

Við erum að ganga í gegnum stærsta sam­fé­lags­lega á­fall sem nær yfir allan heiminn í u.þ.b. 80 ár. Það þarf að fara aftur til seinni heims­styrj­aldarinnar til þess að finna við­burð sem hefur raskað hvers­dags­lífi hjá jafn mikið af fólki.

Og við verðum sjálf að fyrir­gefa okkur það ef við eigum í erfið­leikum með það. Þetta er trauma, og við munum þurfa að glíma við bæði sam­fé­lags­legar og per­sónu­legar af­leiðingar af því.

Besta leiðin til þess að takast á við það vanda­mál áður en það kemur upp, er að vera ekki að rífa sjálfan sig niður.

Give your­self a break.