„Þetta er með því betra sem bókaskrifin hafa gefið mér“

Sjónvarpsmaðurinn Kjartan Atli Kjartansson deilir fallegri sögu úr eigin lífi á Twitter síðu sinni í dag, sem hann segir að sé með því betra sem bókaskrif sín hafi gefið sér.
Kjartan skrifaði eins og alþjóð veit bókina „Hrein karfa“ um körfuboltann og allt sem tengist honum. Bókin kom út fyrir jól og hefur notið mikilla vinsælda. Kjartan stýrir sjónvarpsþáttunum Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport og svo er hann líka að þjálfa krakka í körfubolta á Álftanesi.
„Lífið er gott. Grunnskólakennari hafði samband við mig og sagði mér að nemendur sem væru yfirleitt ekkert spenntir fyrir lestri, væru mjög áhugasamir um að lesa Hreina körfu. Hún er að vinna verkefni upp úr bókinni. Þetta er með því betra sem bókaskrifin hafa gefið mér.“
Lífið er gott. Grunnskólakennari hafði samband við mig og sagði mér að nemendur sem væru yfirleitt ekkert spenntir fyrir lestri, væru mjög áhugasamir um að lesa Hreina körfu. Hún er að vinna verkefni upp úr bókinni. Þetta er með því betra sem bókaskrifin hafa gefið mér.
— Kjartan Atli (@kjartansson4) January 18, 2021