„Þetta er með því betra sem bóka­skrifin hafa gefið mér“

18. janúar 2021
22:10
Fréttir & pistlar

Sjón­varps­maðurinn Kjartan Atli Kjartans­son deilir fal­legri sögu úr eigin lífi á Twitter síðu sinni í dag, sem hann segir að sé með því betra sem bóka­skrif sín hafi gefið sér.

Kjartan skrifaði eins og al­þjóð veit bókina „Hrein karfa“ um körfu­boltann og allt sem tengist honum. Bókin kom út fyrir jól og hefur notið mikilla vin­sælda. Kjartan stýrir sjón­varps­þáttunum Körfu­bolta­kvöld á Stöð 2 Sport og svo er hann líka að þjálfa krakka í körfu­bolta á Álfta­nesi.

„Lífið er gott. Grunn­skóla­kennari hafði sam­band við mig og sagði mér að nem­endur sem væru yfir­leitt ekkert spenntir fyrir lestri, væru mjög á­huga­samir um að lesa Hreina körfu. Hún er að vinna verk­efni upp úr bókinni. Þetta er með því betra sem bóka­skrifin hafa gefið mér.“